Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. ágúst 2022 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta fær Höjlund (Staðfest) - 'Nýi Haaland'
Höjlund í leik með Sturm Graz.
Höjlund í leik með Sturm Graz.
Mynd: EPA

Ítalska félagið Atalanta er búið að krækja í danska táninginn Rasmus Höjlund frá Sturm Graz í Austurríki.


Höjlund er aðeins 19 ára gamall en búinn að skora 12 mörk og gefa 4 stoðsendingar í 21 leik með Sturm Graz.

Sóknarmaðurinn er uppalinn hjá Kaupmannahöfn, hann er rúmlega 190cm á hæð og er kallaður 'nýi Haaland'. Hann er sagður vera með svipaðan hlaupastíl og hinn hávaxni Haaland og er mjög góður að koma sér í góðar stöður í vítateignum.

Atalanta borgar á milli 15 og 20 milljón evrur fyrir Höjlund sem er búinn að skrifa undir fimm ára samning. Táningurinn mun berjast við Duvan Zapata og Luis Muriel um sæti í skemmtilegri sóknarlínu.

Hann á 25 leiki að baki fyrir yngri landslið Danmerkur en hefur aðeins skorað þrjú mörk í þeim.


Athugasemdir
banner
banner