Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. ágúst 2022 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
Cavani kominn til Valencia (Staðfest)
58 mörk í 133 landsleikjum með Úrúgvæ.
58 mörk í 133 landsleikjum með Úrúgvæ.
Mynd: EPA

Valencia er búið að staðfesta félagsskipti Edinson Cavani á frjálsri sölu eftir að hafa skorað 19 mörk í 59 leikjum á tveimur árum hjá Manchester United.


Cavani er 35 ára gamall og skrifar undir tveggja ára samning við Valencia. Hann verður því hjá félaginu til 37 ára aldurs.

Cavani er goðsögn hjá Úrúgvæ, Napoli og PSG þar sem hann raðaði inn mörkunum fyrir þessi félög áður en hann flutti til Englands.

Hann telur sig ennþá eiga nóg eftir í tankinum til að spila í hæsta gæðaflokki og er sjöundi leikmaðurinn til að ganga til liðs við Valencia í sumar.

Félagið er búið að kaupa Samu Castillejo, Andre Almeida og Hugo Duro auk þess að fá Cenk Ozkacar, Nico Gonzalez og Samuel Lino á láni.


Athugasemdir
banner
banner