Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. ágúst 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull Elísabetar: Eitthvað sem við þurfum að hreinsa út hjá okkur
Jökull er aðtoðarmaður Ágústs Gylfasonar
Jökull er aðtoðarmaður Ágústs Gylfasonar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason verið funheitur í sumar.
Emil Atlason verið funheitur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni óheppinn að fá rautt?
Jóhann Árni óheppinn að fá rautt?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er enginn að brotna, maður upplifir ekki að hópurinn sé að sundrast eða eitthvað svoleiðis
Það er enginn að brotna, maður upplifir ekki að hópurinn sé að sundrast eða eitthvað svoleiðis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, ræddi við Fótbolta.net í dag eftir að Stjarnan tapaði gegn ÍBV í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  1 Stjarnan

„Mér fannst við byrja vel og mér fannst það ganga upp sem við vorum að reyna gera. Mér fannst við komast réttilega yfir en svo slokknar einhvern veginn á okkur."

Einar Karl Ingvarsson kom Stjörnunni yfir en Andri Rúnar Bjarnason svaraði með tveimur mörkum fyrir ÍBV fyrir hálfleik.

„Mér fannst öll mörkin sem við fáum á okkur vera mörk sem við eigum undir eðlilegum kringumstæðum að geta komið í veg fyrir."

„Við munum setjast yfir þessi mörk með liðinu, maður sér alveg ákveðið trend í síðustu þremur leikjum og margt svipað í þeim. Það er eitthvað sem við þurfum að hreinsa út hjá okkur til þess að geta haldið áfram."


Vonar að meiðsli Emils séu léttvæg - Verið frábær
Emil Atlason þurfti að fara af velli vegna meiðsla strax á 5. mínútu leiksins. Emil hefur skorað ellefu mörk í sumar.

„Það á aðeins eftir að koma í ljós, hann kom ágætlega út úr einhverjum testum strax í gær, það á eftir að athuga hvort þetta sé eitthvað liðþófamál. Vonandi er þetta vika til tíu dagar. Það hafa einhverjir hjá okkur meiðst aðeins innan á hnénu og hingað til höfum við verið heppnir með það - hefur verið vægt og maður leyfir sér að halda í vonina með það."

Riðlar það skipulagi Stjörnunnar að Emil sé ekki með?

„Emil er búinn að spila frábærlega í sumar, burtséð frá mörkunum sem hann hefur skorað hefur hann verið frábær í öllu sem við höfum verið að gera. Hann bæði vinnur rosalega vel fyrir liðið varnarlega og skilur sitt hlutverk sóknarlega rosalega vel."

„Hann hefur gefið liðinu miklu meira en við höfum lagt upp með, það er eitthvað sem býr í honum sem hann hefur náð að nýta og hann hefur gefið okkur mikið."

„Það er smá skellur að missa hann út en við erum samt með góða leikmenn. Óli Kalli, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann kemur inn í senterinn hjá okkur og hann hefur yfirleitt skilað því mjög vel. Emil er bara frábær leikmaður og við leysum það."


Helvíti erfitt að vera einum færri
Stjarnan fékk rautt spjald í leiknum þegar Jóhann Árni Gunnarsson fékk að líta sitt annað gula spjald í seinni hálfleik.

„Þegar ég var á hliðarlínunni sýndist mér það vera gult spjald (og þar með rautt). En ég er ekki búinn að sjá þetta augnablik aftur. Jói segir sjálfur - og aðrir sem hafa horft á þetta aftur - hann vill meina að það hafi verið brotið á sér, togaður niður og dettur þ.a.l. á leikmann ÍBV."

„Ef það er rétt þá er þetta náttúrulega ekki gult spjald. Það gerði þetta helvíti erfitt að vera einum færri."


Enginn að brotna
Hvernig var andinn inn í klefa eftir þetta þriðja tap liðsins í röð?

„Hann er allt í lagi. Menn eru mjög viljugir að taka á þessu og pæla í hvað það er sem við þurfum að gera betur. Það er enginn að brotna, maður upplifir ekki að hópurinn sé að sundrast eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við séum alveg ágætir."

„Þegar okkur gekk vel vorum við stöðugt að rýna í hvað það væri sem við yrðum að gera betur þannig það breytist í sjálfu sér ekkert. Við höldum bara áfram að pæla í því hvað við getum gert og reyna vinna okkur upp fyrir næsta leik,"
sagði Jökull.

Stjarnan er áfram í 5. sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Nánar var rætt við Jökul og hann m.a. spurður út í samstarfið með Ágústi Gylfasyni í sumar. Sá hluti viðtalsins mun birtast seinna í dag.




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner