Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 29. ágúst 2023 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 18. umferðar - Er komin í landsliðsklassa
Sædís fagnar marki með Stjörnunni.
Sædís fagnar marki með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásdís Karen hefur verið að stíga upp fyrir Val.
Ásdís Karen hefur verið að stíga upp fyrir Val.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elín Metta skoraði fyrir Þrótt.
Elín Metta skoraði fyrir Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir erfiða byrjun á tímabilinu þá hefur Stjarnan náð að lyfta sér upp í þriðja sæti Bestu deildarinnar og er liðið komið í Meistaradeildarbaráttu fyrir úrslitakeppnina svokölluðu. Langbesti leikmaður Stjörnunnar í bættu gengi hefur verið hin efnilega Sædís Rún Heiðarsdóttir.

„Hún er einfaldlega frábær leikmaður. Ég hef enga trú á öðru en að þessi stelpa sé að spila sitt síðasta tímabil í bili hér á Íslandi," sagði Jón Stefán Jónsson í Heimavellinum í gær en Sædís er klárlega komin í landsliðsklassa. Talað var um það í þættinum að það yrði galið ef hún væri ekki í næsta landsliðshóp.



Sædís er í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net í níunda sinn í sumar, hún hefur verið í 50 prósent tilvika sem er magnaður árangur. Hún stóð sig vel í sigri Stjörnunnar á Selfossi en þar átti Andrea Mist Pálsdóttir frábæra innkomu í liði Stjörnunnar.

Elín Metta Jensen er búin að taka skóna af hillunni og hún er í liði umferðarinnar í fyrsta sinn í sumar eftir að hafa spilað vel og skorað í sigri Þróttar gegn Breiðabliki. Sæunn Björnsdóttir átti þar mjög góðan leik fyrir Þrótt og Birta Georgsdóttir var langbest í liði Blika.

Þá voru Arna Sif Ásgrímsdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir góðar í sigri Vals á Keflavík og markvörðurinn Monica Wilhelm var best í markalausu jafntefli Tindastóls og Þórs/KA.

Þá voru Shaina Ashouri og Mackenzie George bestar er FH fór til Vestmannaeyja og tók þar sigur. Ekki í fyrsta sinn sem þær eru bestar hjá FH í sumar.

Næst á dagskrá er það úrslitakeppnin þar sem deildin skiptist í tvennt. Næst er spilað á fimmtudagskvöld þegar Valur fær Þór/KA í heimsókn og þegar Stjarnan mætir FH.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Sterkasta lið 12. umferðar - Flest úr Þrótti og tvær í fjórða skiptið
Sterkasta lið 13. umferðar - Í liðinu í sjöunda sinn í sumar
Sterkasta lið 14. umferðar - Tvær í fimmta sinn og Anna kom sterk inn
Sterkasta lið 15. umferðar - Býsna sterk hálftíma innkoma
Sterkasta lið 16. umferðar - Skórnir komu af hillunni
Sterkasta lið 17. umferðar - Valur stingur af og lífsnauðsynleg stig hjá Keflavík
Heimavöllurinn: Uppgjör á seinni hálfleik í Bestu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner