Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. september 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli ekki í hóp gegn Chelsea - PSG færist nær
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Orðrómurinn um að Dele Alli sé á leið frá Tottenham á næstu dögum verður háværari með hverjum deginum.

Hann virðist ekki vera í áformum Jose Mourinho og hefur fengið lítinn spiltíma á upphafi tímabils þrátt fyrir gífurlega mikið magn leikja.

Hann var ekki í leikmannahópi Tottenham sem gerði jafntefli við Newcastle um helgina og hefur aftur verið skilinn utan hópsins fyrir leik kvöldsins í deildabikarnum gegn Chelsea, sem hefst klukkan 18:45.

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain hafa verið orðaðir við Alli að undanförnu og myndi enski landsliðsmaðurinn fara yfir á lánssamningi með kaupmöguleika.

Alli spilaði alla æfingaleiki Tottenham og byrjaði fyrsta keppnisleik tímabilsins gegn Everton. Mourinho kippti honum út í leikhlé og tók hann úr hóp fyrir næstu tvo leiki gegn Lokomotiv Plovdiv og Southampton.

Alli var aftur í byrjunarliðinu í Makedóníu þar sem Tottenham lagði Shkendija að velli. Hann þótti ekki standa sig vel og var skipt útaf eftir 60 mínútur, í stöðunni 1-1.

Þá var hann ekki með gegn Newcastle á sunnudaginn og verður heldur ekki með gegn Chelsea í kvöld.

Alli er 24 ára gamall og hefur spilað 224 leiki á fimm árum hjá Spurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner