Fjallað var um það fyrir viku síðan að Atli Sveinn Þórarinsson hefði hafnað tækifærinu á að vera áfram þjálfari Hauka.
Í Útvarpsþættinum Fótbolti.net var fjallað um mögulega heimkomu Atla Sveins til KA.
Í Útvarpsþættinum Fótbolti.net var fjallað um mögulega heimkomu Atla Sveins til KA.
„Hann er orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið hjá KA. Það hefur verið stöðugt verið talað um að Bói (Hólmar Örn Rúnarsson) fari til Keflavíkur aftur og verði í teymi með Haraldi Frey," sagði Sæbjörn Steinke. Atli Sveinn er KA maður, hóf feril sinn þar og lauk ferlinum sem leikmaður félagsins.
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson var þá orðaður við starfið hjá Haukunum.
„Hann sást í Haukaheimilinu, spurning hvort að hann sé að taka við Haukunum?" sagði Elvar Geir Magnússon. Bjarni þjálfaði síðast lið Njarðvíkur tímabilið 2022. Liðið vann 2. deild undir hans stjórn.
Athugasemdir