Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 29. september 2023 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirlýsing frá Man Utd: Antony mætir aftur til starfa
Brasilíumaðurinn Antony er mættur aftur til æfinga hjá Manchester United og getur byrjað að spila aftur með félaginu þrátt fyrir að lögreglurannsókn sé enn í gangi.

Antony er til rannsóknar hjá brasilískum og breskum yfirvöldum vegna meints ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu sinnar, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur stigu svo fram og sökuðu hann um ofbeldi í sinn garð.

Manchester United sendi Antony í leyfi meðan málið er til rannsóknar, en hann er núna mættur aftur úr leyfi þrátt fyrir að rannsókn sé enn í gangi.

Í yfirlýsingu sinni um að Antony sé mættur aftur segir Man Utd: „Sem félag fordæmum við ofbeldi og misnotkun af öllu tagi."

Samt sem áður fær Brasilíumaðurinn að snúa aftur á meðan mál hans er til rannsóknar.

Antony neitar allri sök í málinu, en hann gæti spilað með Man Utd gegn Crystal Palace á morgun.
Athugasemdir
banner