Valur 2 - 3 Víkingur R.
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('23 )
1-1 Patrick Pedersen ('43 )
2-1 Birkir Már Sævarsson ('51 )
2-2 Tarik Ibrahimagic ('69 )
2-3 Tarik Ibrahimagic ('93 )
Lestu um leikinn
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('23 )
1-1 Patrick Pedersen ('43 )
2-1 Birkir Már Sævarsson ('51 )
2-2 Tarik Ibrahimagic ('69 )
2-3 Tarik Ibrahimagic ('93 )
Lestu um leikinn
Tarik Ibrahimagic var sannkölluð hetja Víkings sem vann Val, 3-2, í 2. umferð í efri hluta Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld.
Liðin skiptust á að koma sér í færi í byrjun leiks. Kristinn Freyr Sigurðsson kom sér í góða stöðu á 6. mínútu eftir undirbúning Arons Jóhannssonar en Kristinn hitti ekki á rammann.
Helgi Guðjónsson fékk þá færi hinum megin á vellinum eftir fyrirgjöfi frá Aron Elís Þrándarsyni en Frederik Schram varði meistaralega frá honum.
Víkingar tóku völdin eftir það og komu sér í mörg góð færi. Danijel Dejan Djuric átti skot í slá áður en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós.
Valdimar Þór Ingimundarson gerði það eftir hornspyrnu Helga. Valdimar mætti á nærsvæðið og stýrði boltanum í netið.
Gestirnir voru líklegir til að bæta við næstu mínútur en nýttu sér það ekki. Valsmenn refsuðu fyrir það undir lok hálfleiksins er Patrick Pedersen skoraði með góðu skoti eftir gott samspil með Jónatani Inga Jónssyni.
Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu fyrri, með marki. Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals er hann hirti frákast eftir að Ingvar Jónsson hafði varið tilraun Albin Skoglund.
Birkir mætti á siglingunni og potaði boltanum í netið. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerði þrefalda skiptingu á 67. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar kom jöfnunarmarkið er Tarik Ibrahimagic hamraði boltanum fyrir utan teig og í bláhornið.
Á lokamínútum leiksins gat Tryggvi Hrafn Haraldsson tryggt Valsmönnum sigurinn en Ingvar varði gott skot hans.
Stuttu eftir gerði Ibrahimagic sigurmarkið fyrir Víkinga. Daði Berg Jónsson fann Ibrahimagic í teignum sem teiknaði boltann í fjærhornið og tryggði Víkingum dramatískan endurkomusigur.
Niðurstaðan á Hlíðarenda, 3-2, Víkingum í vil. Úrslit sem gera ótrúlega mikið fyrir Víking, en afar slæmt fyrir Val sem er í baráttu um Evrópusæti.
Víkingur fer aftur á toppinn með 55 stig en Valur áfram í 3. sæti með 39 stig. Á morgun mætast ÍA og Stjarnan, sem eru bæði að halda í vonina um að saxa á forskot Vals.
Athugasemdir