Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 29. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maradona í sóttkví eftir að lífvörður hans sýndi einkenni
Diego Maradona.
Diego Maradona.
Mynd: Getty Images
Argentíska goðsögnin Diego Maradona er í sóttkví eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni sem passa við kórónuveiruna.

Maradona, sem þykir einn besti fótboltamaður sögunnar, hóf sóttkví á heimili sínu í Argentínu á þriðjudag. Hann var síðast með lífverðinum um síðustu helgi.

Maradona, sem er sextugur að aldri, hefur ekki sýnt nein einkenni en hann mun fara í skimun í dag.

Maradona fór í skimun fyrr í þessum mánuði eftir að leikmaður í liðinu sem hann þjálfar greindist með veiruna. Þá fékk hann neikvætt próf til baka.

Fram kemur á vef Sky Sports að Maradona sé í áhættuhóp þegar kemur að kórónuveirunni.

Hann er í dag þjálfari Gimnasia y Esgrima La Plata í argentísku úrvalsdeildinni, en liðið á leik gegn Patronato á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner