Sergio Aguero, fyrrum sóknarmaður Barcelona og Atletico Madrid, hefur gagnrýnt Real Madrid harðlega.
Það var mjög skrítin stemning í kringum Ballon d'Or verðlaunahátíðina í gær þegar í ljós kom í aðdraganda hennar að Rodri, leikmaður Man City og spænska landsliðsins, myndi vera valinn besti leikmaður í heimi.
Það var mjög skrítin stemning í kringum Ballon d'Or verðlaunahátíðina í gær þegar í ljós kom í aðdraganda hennar að Rodri, leikmaður Man City og spænska landsliðsins, myndi vera valinn besti leikmaður í heimi.
Brasilíumarðuinn Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, var af mörgum talinn líklegastur til að vinna en greint var frá því að Real hafi aflýst flugi til Frakklands þar sem verðlaunahátíðin fór fram þegar það fréttist að Vinicius myndi ekki vinna.
„Þettaa er mjög verðskuldað. Rodri er besti leikmaður í heimi," sagði Aguero um málið.
„Fótbolti er fyrir alla, ekki bara fyrir Real Madrid. Þeir eru svo góðir með sig."
Athugasemdir