David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   þri 29. október 2024 12:50
Elvar Geir Magnússon
Arnór Daði framlengir við Leikni til tveggja ára
Lengjudeildin
Arnór Daði Aðalsteinsson og Geir Þorsteinsson.
Arnór Daði Aðalsteinsson og Geir Þorsteinsson.
Mynd: Leiknir
Varnarmaðurinn Arnór Daði Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning við Leikni og verður hjá félaginu næstu tvö árin.

Arnór Daði er 27 ára gamall og kom til Leiknis frá Fram síðasta vetur. Hann var að stíga upp úr erfiðum meiðslum og spilaði sex leiki í Lengjudeildinni í sumar.

Hann er nú búinn að jafna sig á meiðslunum og vonast er til þess að hann geti verið í stóru hlutverki hjá Leikni á næsta tímabili.

Leiknir endaði í áttunda sæti Lengjudeildarinnar eftir að hafa verið í fallbaráttu framan af sumri. Liðið náði að rétta úr kútnum undir stjórn Ólafs Hrannars Kristjánssonar sem verður áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner