Ólafur Hrannar Kristjánsson skrifaði á dögunum undir samning við Leikni um að halda áfram þjálfun liðsins í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Þá verður Nemanja Pjevic áfram aðstoðarmaður hans.
Þá verður Nemanja Pjevic áfram aðstoðarmaður hans.
Ólafur er uppalinn Leiknismaður og fyrrum fyrirliði liðsins, 34 ára, en hann tók við liðinu í sumar eftir að Vigfús Arnar Jósefsson sagði upp eftir 5-0 tap gegn Keflavík. Ólafur lét þá af störfum hjá Þrótti þar sem hann hafði þjálfað 3. flokk.
Leiknir var í neðsta sæti Lengjudeildarinnar þegar Ólafur tók við eftir sjö umferðir. Hann og Nemanja náðu að rétta skútuna við og Leiknir fór taplaust í gegnum átta síðustu umferðirnar og endaði í áttunda sæti.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir