Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 03. október 2024 20:21
Elvar Geir Magnússon
Óli Hrannar áfram með Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson.
Ólafur Hrannar Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ólafur Hrannar Kristjánsson skrifaði á dögunum undir samning við Leikni um að halda áfram þjálfun liðsins í Lengjudeildinni á næsta tímabili.

Þá verður Nemanja Pjevic áfram aðstoðarmaður hans.

Ólafur er uppalinn Leiknismaður og fyrrum fyrirliði liðsins, 34 ára, en hann tók við liðinu í sumar eftir að Vigfús Arnar Jósefsson sagði upp eftir 5-0 tap gegn Keflavík. Ólafur lét þá af störfum hjá Þrótti þar sem hann hafði þjálfað 3. flokk.

Leiknir var í neðsta sæti Lengjudeildarinnar þegar Ólafur tók við eftir sjö umferðir. Hann og Nemanja náðu að rétta skútuna við og Leiknir fór taplaust í gegnum átta síðustu umferðirnar og endaði í áttunda sæti.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner