Haukur Leifur Eiríksson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að horfa í kringum sig og vonast eftir því að spila á hærra stigi en í 2. deild á komandi ári.
Haukur er uppalinn hjá FH en hefur undanfarin fjögur tímabil leikið með Þrótti Vogum og er því kominn með talsverða leikreynslu. Hann varð Íslandsmeistari með 2. flokki FH tímabilið 2020 og hélt svo í Vogana.
Haukur er uppalinn hjá FH en hefur undanfarin fjögur tímabil leikið með Þrótti Vogum og er því kominn með talsverða leikreynslu. Hann varð Íslandsmeistari með 2. flokki FH tímabilið 2020 og hélt svo í Vogana.
Þar hefur hann verið í stóru hlutverki, lék alls 75 deildarleiki á tímabilinum fjórum. Miðvörðurinn átti gott tímabil í ár, skoraði eitt mark í nítján leikjum og var á bekknum í liði ársins í 2. deild.
Hann er 22 ára gamall og verður samningslaus í lok árs..
Athugasemdir