Heimild: RÚV
Matthías Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu, er að taka við bikarmeistaraliði Vals. Þetta kemur fram á RÚV.
Pétur Pétursson hætti með Val á dögunum eftir að hafa stýrt liðinu síðustu sjö ár.
Skagamaðurinn gerði liðið þrisvar að Íslandsmeisturum og tvisvar að bikarmeisturum.
Valur hefur síðustu daga leitað að arftaka hans og er hann nú fundinnn en Matthías mun taka við liðinu.
Matthías er þjálfari Gróttu í Lengjudeildinni, en hann tók við liðinu í nóvember á síðasta ári og var nálægt því að koma liðinu upp í Bestu deildina á nýafstaðinni leiktíð.
Hann gerði þriggja ára samning á síðasta ári og þarf því Valur að greiða Gróttu til að fá hann lausan en verðið er óuppgefið.
Matthías þekkir auðvitað vel til hjá Val en hann spilaði með liðinu um árabil og þá var hann aðstoðarmaður Péturs áður en hann fór til Gróttu.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem hefur verið í þjálfarateymi Vals síðustu tvö tímabil, verður ekki áfram hjá félaginu.
Athugasemdir