Amorim samþykkir að taka við Man Utd - Arsenal íhugar að gera tilboð í Mbeumo - Liverpool vill Murillo
banner
   þri 29. október 2024 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Dortmund óvænt úr leik - Cole Campbell spilaði annan leikinn í röð
Cole Campbell og Marcel Sabitzer labba vonsviknir af velli
Cole Campbell og Marcel Sabitzer labba vonsviknir af velli
Mynd: Getty Images
Þýska liðið Borussia Dortmund er óvænt úr leik í bikarnum í ár eftir að hafa tapað fyrir Wolfsburg, 1-0, í framlengingu í kvöld.

Danski leikmaðurinn Jonas Wind skoraði eina mark Wolfsburg á 116. mínútu í framlengingu.

Bandaríski-íslenski leikmaðurinn Cole Campbell kom inn af bekknum hjá Dortmund á 78. mínútu, en þetta er annar leikurinn í röð sem hann fær tækifæri með aðalliðinu.

Köln vann Holsten Kiel 3-0 og þá vann Stuttgart nauman 2-1 sigur á Kaiserslautern.

Stuttgart hvíldi marga lykilmenn á bekknum en sigldi síðan sigrinum heim eftir innkomu þeirra.

Koln 3 - 0 Holstein Kiel
1-0 Tim Lemperle ('8 )
2-0 Gian-Luca Waldschmidt ('84 )
3-0 Gian-Luca Waldschmidt ('90 )

Regensburg 1 - 0 Greuther Furth
1-0 Rasim Bulic ('59 )
Rautt spjald: Rasim Bulic, Regensburg ('63)

Stuttgart 2 - 1 Kaiserslautern
1-0 Nick Woltemade ('14 )
1-1 Boris Tomiak ('43 , víti)
2-1 Chris Fuhrich ('76 )

Wolfsburg 1 - 0 Borussia D.
1-0 Jonas Wind ('116 )
Athugasemdir
banner
banner