Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 29. október 2024 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Vill taka þrjá leikmenn með sér til Man Utd
Það mun reynast afar erfitt fyrir Man Utd að fá Goncalves
Það mun reynast afar erfitt fyrir Man Utd að fá Goncalves
Mynd: Getty Images
Goncalo Inacio í leik með Sporting
Goncalo Inacio í leik með Sporting
Mynd: EPA
Enski miðillinn TeamTalk segir að Ruben Amorim vilji taka þrjá leikmenn með sér frá Sporting til Manchester United.

Amorim verður á næstu dögum eða vikum kynntur sem nýr stjóri Manchester United.

Sporting hefur staðfest að United ætli að greiða 8,3 milljóna punda riftunarverð á samningnum.

Portúgalski þjálfarinn hefur unnið deildina og deildabikarinn í tvígang með Sporting ásamt því að vinna Ofurbikarinn.

Hann hefur þjálfað marga öfluga leikmenn á tíma sínum hjá Sporting, en samkvæmt Team Talk vill hann taka þrjá leikmenn með sér til United.

Miðvörðurinn Goncalo Inacio er á meðal þessara þriggja en Amorim er ekki sagður sannfærður um ágæti þeirra sem spila í vörn United í dag. Framtíð þeirra Harry Maguire og Victor Lindelöf er í óvissu og gæti United skoðað þann markað betur á næsta ári.

Inacio er 23 ára gamall og fastamaður í portúgalska landsliðinu en hann gæti verið falur fyrir um það bil 50 milljónir punda.

Annar maðurinn á listanum er enski vængmaðurinn Marcus Edwards.

Edwards er 25 ára gamall og að vísu verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili en er að koma sér aftur á skrið. Ef United tekst að losa sig við Antony í janúar þá eru ágætis líkur á því að Edwards verði fenginn í hans stað.

Portúgalski miðjumaðurinn Pedro Goncalves er þá síðasta nafnið á lista Amorim, en það verða líklega erfiðustu félagaskiptin af þessum þremur.

Hann er áltinn sem gríðarlega mikilvægur leikmaður og þyrfti verulega háa upphæð til að sannfæra Sporting um að selja hann á miðju tímabili.

Edwards og Inacio eiga báðir Amorim mikið að þakka en hann tók Inacio úr unglingaliði Sporting og fékk þá Edwards frá Vitoria De Guimaraes árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner