Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fim 29. nóvember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Ingó ræðir um Suðurlandsins eina von - Arilíus orðinn stjarna
Arilíus Marteinsson og Ingólfur Þórarinsson í byrjun meistaraflokksferilsins hjá Selfossi.
Arilíus Marteinsson og Ingólfur Þórarinsson í byrjun meistaraflokksferilsins hjá Selfossi.
Mynd: Kjartan Björnsson
Arilíus í leik með Ægi í 2. deildinni fyrir nokkrum árum.
Arilíus í leik með Ægi í 2. deildinni fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Suðurlandsins eina von!
Suðurlandsins eina von!
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ingólfur Þórarinsson, fyrrum leikmaður Selfyssinga, hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins undanfarin ár og hann sér um brekkusönginn vinsæla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert. Ingó hefur undanfarin tvö ár tekið lagið „Suðurlandsins eina von" sem fjallar um Arilíus Marteinsson fyrrum liðsfélaga hans.

Arilíus og Ingó spiluðu lengi saman með Selfyssingum og fóru meðal annars með liðinu úr 2. deild upp í Pepsi-deildina. Arilíus hefur spilað með Ægi í 2 og 3. deild og Stokkseyri í 4. deildinni undanfarin ár. Á sama tíma hefur frægðarsól hans risið út laginu „Suðurlandsins eina von."



„Ég spila nánast um hverja helgi einhversstaðar og það er orðinn kjarni að fólki á nánast hverjum einasta stað sem elskar þetta og syngur á fullu. Þetta hefur vaxið úr engu á 6-7 árum og þetta er allt í einu orðið aðallagið á Þjóðhátíðinni," sagði Ingó í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í gær.

„Það er eins og fólk tengi grimmilega við þetta. Þetta er lýsing á alþýðuhetju. Það þekkja allir þessa týpu, dást að henni og væru til í að sjá hana skína meira. Það er lýsingin á Alla. Hann var alltaf með hæfileika en maður vissi alltaf að hann gæti aðeins meira."

Arilíus fær mikla athygli
Arilíus hefur sjálfur fengið mikla athygli eftir að lagið byrjaði að slá í gegn.

„Hann er orðinn einhver cult stjarna. Ég var í Eyjum einhverntímann þegar KFS og Stokkseyri mættust og fólk í stúkunni var að tala um að þetta væri Suðurlandsins eina von á miðjunni. Á Selfossi vita allir krakkar allt í einu hver þetta er. Þetta er sturlað skemmtilegt því hann er 0 þannig týpa að hann vilji láta bera mikið á sér. Allt í einu getur hann varla um frjálst höfuð strokið út af þessu."

Hef hann......ekki!"
Ingó situr á fleiri lögum um fyrrum leikmenn Selfoss og þau gætu komið út í framtíðinni.

„Ég á 4-5 lög í viðbót um Selfoss kempur sem nánast enginn veit hverjir eru nema hardcore Selfyssingar," sagði Ingó.„Það er eitt um Valla Reynis sem allir á Selfossi ætlaði að kannast við. Það er annað sem heitir 'Velkomnir í dýragarðinn' um Einar Ottó, Jón Guðbrandsson og fleiri af eldri kynslóðinni sem voru þekktir fyrir að strauja menn alveg kexruglaðir."

Einnig er Ingó með í pípunum lag um markvörð frá Selfossi en það heitir „Hef hann ekki." Umræddur markvörður spilaði með Selfyssingum fyrir aldamót og vakti athygli fyrir úthlaup sín.

„Ég man eftir þessu sjálfur. Ég var boltasækjari fyrir aftan markið. Í hverjum einasta leik fór hann í úthlaup og öskraði ,hef hann....ekki.' Hann lét allavega varnarmennina vita," sagði Guðmundur Þórarinsson, bróðir Ingó, um lagið 'Hef hann ekki.'

Ingó og Gummi ætla saman að halda tónleika á Selfossi þann 22. desember en hægt er að kaupa miða á þá hér. Reikna má með að „Suðurlandsins eina von" verði á lagalistanum þar!

Smelltu hér til að hlusta á Gumma og Ingó í Miðjunni

Hér að neðan má sjá hlusta á lagið magnaða.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner