Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 29. nóvember 2019 17:31
Elvar Geir Magnússon
Dembele frá fram í febrúar - Meiddur í sjötta sinn á árinu
Ousmane Dembele, leikmaður Barcelona, verður frá í tíu vikur vegna vöðvameiðsla.

Þetta er í sjötta sinn á árinu sem Dembele meiðist en hann mun ekki snúa aftur fyrr en snemma í febrúar.

Þessi 22 ára franski landsliðsmaður hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Börsungum en sífelld meiðsli hafa þar mikil áhrif.

Meðal leikja sem Dembele mun missa af er El Clasico þann 18. desember.

Barcelona og Real Madrid eru jöfn að stigum, með 28 stig, á toppi La Liga.
Athugasemdir
banner