Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. nóvember 2019 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eins og Man Utd hafi verið að kaupa leikmann í heimsklassa
Solskjær og Pogba.
Solskjær og Pogba.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er kominn aftur til Englands eftir að hafa verið í Bandaríkjunum að undanförnu, í endurhæfingu við erfiðum ökklameiðslum.

Pogba hefur ekkert spilað með Manchester United síðan 30. september vegna meiðsla.

Það styttist núna í hann. Einhverjar sögusagnir segja þó að Pogba vilji fara frá United og vonist eftir að komast í burtu í janúar, en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er mjög spenntur fyrir endurkomu Frakkans.

„Það er eins og við höfum verið að gera ný kaup þegar hann kemur aftur inn í liðið."

„Hann hefur lítið getað spilað og þegar við fáum hann aftur inn, þá verður það eins og við höfum verið að kaupa nýjan leikmann í heimsklassa því hann er miðjumaður í heimsklassa," sagði Solskjær eftir 2-1 tapið gegn Astana í Evrópudeildinni í gær.

„Við viljum fá hann aftur eins fljótt og hægt er. Á sunnudaginn? Nei. Ég get ekki sagt til um það núna því ég er ekki búinn að hitta hann. Við sjáum til þegar hann er byrjaður að æfa með okkur."

Man Utd mætir Aston Villa á sunnudaginn og kemur Jose Mourinho, fyrrum stjóri Man Utd, á Old Trafford með sitt nýja lið, Tottenham, á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner