Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 29. nóvember 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
FIFA gerir tilraunir með sjálfvirka rangstöðudóma
Aðstoðardómarar fá aukna aðstoð.
Aðstoðardómarar fá aukna aðstoð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FIFA mun gera tilraunir með tækninotkun sem hjálpar aðstoðardómurum að vera nákvæmari þegar kemur að rangstöðudómum. Tæknin verður prófuð á FIFA Arab Cup, keppni milli landsliða á Arabíuskaganum, sem fer af stað á morgun.

Tæknin er með þeim hætti að notaðar verða 10-12 myndavélar sem greina allt að 29 sinnum staðsetningu hvers leikmanns 50 sinnum á sekúndu.

Ef tæknin greinir leikmann í rangstöðu fær VAR aðstoðardómarinn skilaboð og hann tekur lokaákvörðun.

Tæknin verður mögulega notuð á HM í Katar á næsta ári.

„VAR hefur haft mjög jákvæð áhrif í fótboltanum og stórum mistökum hefur verið fækkað. En það eru ákveðnir þættir sem enn er hægt að bæta og rangstöður eru þar á meðal," segir Pierluigi Collina, yfirmaður dómaramála hjá FIFA.

„Við vitum að það getur tekið lengri tíma að skoða rangstöður en aðra dóma. Sérstaklega þegar það er mjög tæpt. Við vitum líka að staðsetningarnar á línunum eru kannski ekki 100% nákvæmar."

„Tæknin getur aðstoðað við rangstöðudómana en lokaákvörðun er áfram í höndum dómarana."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner