Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. nóvember 2021 07:40
Elvar Geir Magnússon
Luka Modric til Man City?
Powerade
Luka Modric.
Luka Modric.
Mynd: EPA
Florian Grillitsch.
Florian Grillitsch.
Mynd: Getty Images
Þá er aftur kominn mánudagur. Modric, Grillitsch, Kamara, Traore, Dembele, Fulgini og fleiri eru í slúðurpakkanum í upphafi nýrrar vinnuviku.

Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric (36) hjá Real Madrid er opinn fyrir þeirri hugmynd að fara til Manchester City þegar hann verður fáanlegur á frjálsri sölu næsta sumar. Vangaveltur eru um að hann endi svo ferilinn hjá New York City í Bandaríkjunum, systurfélagi Englandsmeistaranna. (SuperDeporte)

Newcastle keppir við Roma um austurríska miðjumanninn Florian Grillitsch (26) í janúarglugganum. (Sun)

Bayern München og Barcelona hafa bæði áhuga á franska varnarmanninum Boubacar Kamara (22) hjá Marseille. (Footmercato)

Franski sóknarleikmaðurinn Ousmane Dembele (24) hefur hafnað nýjasta samningstilboði Barcelona og stefnir allt í að hann verði fáanlegur á frjálsri sölu. (Sport)

Fulham reynir að fá Angelo Fulgini (25), miðjumann Angers, en 18 milljóna punda verðmiði er á Fílabeinsstrendingnum. (Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, snæddi kvöldverð með Mateu Alemany, yfirmanni fótboltamála hjá Barcelona, og framkvæmdastjóranum Ferran Reverter. Meðal annars var rætt um framtíð sóknarmannsins Ferran Torres (21). (Mundo Deportivo)

Ef Torres færi til Barcelona myndi það opna dyr fyrir spænska miðjumanninn Dani Olmo (23) að fara frá RB Leipzig til Manchester City. (El Nacional)

Manchester City hyggst reyna að fá markaskorara í janúarglugganum. (Express)

Kevin Phillips, fyrrum sóknarmaður Aston Villa, telur að sitt fyrrum félag eigi að selja vængmanninn Anwar El Ghazi (26) frekar en Bertrand Traore (26) í janúarglugganum. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner