Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 29. nóvember 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Verður tekin upp úrslitakeppni í Lengjudeildinni?
Lengjudeildin
Úr leik Þórs og Fjölnis í Lengjudeildinni í sumar.
Úr leik Þórs og Fjölnis í Lengjudeildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sérstakur starfshópur um fyrirkomulag í Lengjudeild karla, 1. deildinni, skilaði um helgina inn tillögu um breytingu á keppnisfyrirkomulaginu. Hópurinn var settur saman til að skoða þau tækifæri sem eru til framþróunar í deildinni.

Starfshópurinn leggur til að tekin verði upp úrslitakeppni um sæti í efstu deild.

Efsta liðið fer þá beint í efstu deild og tvö neðstu liðin falla í aðra deild. Liðin í 2. - 5. sæti fara hinsvegar í umspil um annað laust sæti í efstu deild.

Liðin í öðru sæti og fimmta sæti annars vegar og liðin í þriðja sæti og
fjórða sæti hins vegar, spila heima og heiman og sigurvegararnir spila síðan stakan úrslitaleik um sæti í efstu deild á hlutlausum velli.

Líklegt er að tillagan fari fyrir ársþing KSÍ á næsta ári og ef hún hlýtur brautargengi verður nýtt fyrirkomulag væntanlega tekið upp 2023.

Í skýrslu starfshópsins er sagt að meðal helstu kosta fyrirkomulagsins sé einföld framkvæmd þar sem fyrir eru tólf lið í deildinni, fleiri leikir verði þar sem mikið er í húfi og það ætti að draga athygli. Helsti gallinn sé sá að aðeins fjögur af tólf liðum fá fleiri leiki með breytingunni.

Ef þetta fyrirkomulag hefði verið í sumar:
Ef þetta fyrirkomulag hefði verið á liðnu tímabili hefði Fram farið beint upp en ÍBV mætt Vestra og Fjölnir leikið gegn Kórdrengjum í undanúrslitum umspilsins um hitt sætið í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner