
Cody Gakpo var mjög eftirsóttur síðasta sumar. Hann var sterklega orðaður við Manchester United en svo komu Leeds og Southampton einnig inn í myndina.
En PSV Eindhoven, félag hans í Hollandi, kaus að selja hann ekki og var hann áfram í herbúðum félagsins.
Það er ákvörðun sem hefur borgað sig fyrir PSV því núna er hann búinn að slá í gegn á HM í Katar. Þessi 23 ára gamli leikmaður er búinn að skora í þremur leikjum í röð.
Gakpo hefur farið með himinskautum á tímabilinu með PSV Eindhoven. Hann er búinn að koma að 36 mörkum á tímabilinu og það eru ekki komin áramót.
Ronaldo de Boer, fyrrum landsliðsmaður Hollands, segir að Gakpo sé í dag metinn á 80 milljónir evra og muni kosta miklu meira en hann hefði gert ef hann hefði verið seldur síðasta sumar. Þolinmæði PSV borgaði sig.
🗣 "Gakpo is worth 80 million now probably."
— Football Daily (@footballdaily) November 29, 2022
Ronald de Boer says it's funny how PSV were criticised for not selling Cody Gakpo to Leeds United pic.twitter.com/Ohw1JAcucZ
Athugasemdir