Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
KSÍ heldur áfram að bæta leikjametið á hverju ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa aldrei verið fleiri leikir á vegum KSÍ og voru á þessu ári, en þeir voru 6396 talsins (4371 í karlaflokkum og 2025 í kvennaflokkum).

Til samanburðar voru 4864 leikir á vegum KSÍ árið 2020 og hefur þeim því fjölgað um 500 að meðaltali á hverju ári síðan.

Um er að ræða verulega aukningu á milli ára og þess má geta að einhverjir KSÍ-leikir munu fara fram í desember til að hækka töluna enn frekar.

Ár - Fjöldi leikja
2024 - 6.396
2023 - 6.080
2022 - 5.578
2021 - 5.319
2020 - 4.864
Athugasemdir
banner
banner