Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir miðjumenn efstir á óskalista Man City
Adam Wharton.
Adam Wharton.
Mynd: Getty Images
Vegna meiðsla Rodri, þá ætlar Manchester City að flýta plönum sínum fram í janúar.

Rodri, sem er besti fótboltamaður í heimi, meiddist illa fyrir stuttu og spilar ekkert meira á tímabilinu.

Samkvæmt Daily Mail þá hafði City hugsað sér að kaupa nýjan miðjumann næsta sumar en félagið ætlar að ýta því fram í janúar vegna meiðsla Rodri.

Efstir á óskalista City eru Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace, og Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad.

Báðir leikmenn hafa einnig verið orðaðir við Liverpool.

City hefur gengið afar illa að undanförnu og er að myndast ákveðin krísa í bláa hluta Manchester út af lélegum úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner