Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   þri 29. desember 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær útskýrir hvernig breytt staða Paul Pogba hefur áhrif á liðið
Pogba og Telles
Pogba og Telles
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hefur verið notaður í sóknarsinnaðri leikstöðu með Manchester United í undanförnum leikjum. Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, hefur sagt að það hafi áhrif á hvernig allt liðið spilar.

United spilar oftast leikkerfið 4-2-3-1 þar sem Bruno Fernandes leikur í holunni fyrir aftan framherja liðsins.

Paul Pogba blómstraði sem annar af tveimur djúpum miðjumönnum liðsins þegar liðið vann Sheffield United fyrr í mánuðinum. Pogba kom hins vegar inn á sem varamaður fyrir vinstri kantmanninn gegn Leicester City um helgina.

Bæði Pogba og Donny van de Beek hafa leyst þá stöðu þegar Marcus Rashford gerir það ekki. Solskjær útskýrir hvernig hann sér Pogba fyrir sér í þeirri stöðu og hvernig það hefur áhrif leik vinstri bakvarðar liðsins.

„Luke Shaw er einn af þeim sem býr yfir styrk, krafti og gæðum. Úti vinstra megin hefur hann tengt vel við Marcus Rashford. Á móti Leicester kom Paul inn vinstra megin og það breytti uppleggi liðsins sem ýtti Luke framar á völlinn. Pogba sótti meira inn á völlinn sem bjó til aukið pláss fyrir vinstri bakverðina," sagði Solskjær á blaðamannafundi í gær.

„Shaw er að meðtaka það að stundum þarf hann að vera sá sem kemur upp völlinn en stundum þarf hann að bíða til baka. Luke er mjög hæfileikaríkur og ég vil að hann bæti sig enn meira."

Manchester United keypti Alex Telles frá Porto í sumar og er hann mjög sóknarsinnaður. Þau kaup gætu verið hugsuð með þetta afbrigði sóknarleiks United í huga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner