Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 30. janúar 2020 17:08
Elvar Geir Magnússon
Bruno Fernandes til Man Utd (Staðfest)
Ole og Bruno.
Ole og Bruno.
Mynd: Manchester United
Allt er frágengið. Manchester United hefur staðfest kaup á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon.

Bruno hefur skrifað undir fimm og hálfs árs samning með möguleika á framlenginu um eitt ár.

Þessi 25 ára portúgalski landsliðsmaður hefur skorað 63 mörk og lagt upp 52 í 137 leikjum fyrir Sporting Lissabon. Þá hefur hann leikið nítján landsleiki fyrir Portúgal.

„Við höfum fylgst með Bruno í marga mánuði og allir hérna hafa verið gríðaralega ánægðir með þá kosti sem hann getur fært liðinu. Hann er frábær manneskja með góðan persónuleika og leiðtogahæfileika," segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.

„Tölfræði hans talar fyrir sig sjálf. Hann verður frábær viðbót við liðið og mun hjálpa okkur mikið seinni hluta móts."
Athugasemdir
banner
banner