Tveir þjálfarar í Pepsi Max-deild karla voru í viðtali í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir segja að gervigrasið í Egilshöll sé vart boðlegt.
Þar tala þeir meðal annars um slysahættu á grasinu og að það sé komið til ára sinna.
Umsjónarmenn hússins segja að því sé hinsvegar fjarri að gervigrasið sé úr sér gengið. Þetta kemur fram í bréfi sem Fótbolta.net barst vegna málsins:
Þar tala þeir meðal annars um slysahættu á grasinu og að það sé komið til ára sinna.
Umsjónarmenn hússins segja að því sé hinsvegar fjarri að gervigrasið sé úr sér gengið. Þetta kemur fram í bréfi sem Fótbolta.net barst vegna málsins:
„Í kjölfar umræðu um að ástand og viðhald á gervigrasi í Egilshöll vill Reginn hf. koma eftirfarandi á framfæri.
Gervigrasið í Egilshöll er prófað og uppfyllir allar kröfur FIFA Quality staðalsins. Viðhald á gervigrasinu hefur verið reglulegt og eftir ýtrustu fyrirmælum framleiðanda og er því bæði sinnt af þjónustuaðila og starfsmönnum hússins.
Gervigrasið er tæplega fjögurra ára gamalt og er því fjarri að gervigrasið sé úr sér gengið, þrátt fyrir talsverða notkun.
Sunna Hrönn Sigmarsdóttir
Framkvæmdastjóri Knatthallar ehf. og Kvikmyndahallar ehf."
Athugasemdir