banner
   mán 30. janúar 2023 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar skoraði í tapi - Góð úrslit fyrir PAOK
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Al Arabi í 3-2 tapi gegn Qatar SC í toppbaráttunni.


Heimamenn í Qatar FC voru 3-1 yfir þegar Aron Einar tók málin í sínar hendur og minnkaði muninn með marki á 82. mínútu, sem dugði þó ekki til.

Þetta var annar tapleikur Al Arabi í röð og er liðið í öðru sæti katörsku deildarinnar, fjórum stigum eftir toppliði Al-Duhail sem á leik til góða.

Qatar SC 3 - 2 Al Arabi
1-0 O. Al-Amadi ('13)
2-0 N. Baksh ('18)
2-1 Hilal Mohammed ('25)
3-1 Malango Ngita ('69)
3-2 Aron Einar Gunnarsson ('82)
Rautt spjad: B. Resan, Qatar SC ('88)

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Århus í Íslendingaslag gegn FC Kaupmannahöfn í dag. Liðin mættust í æfingaleik og var hart barist en lokatölur urðu 0-0.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu inn af bekknum í liði FCK en Orri Steinn Óskarsson var ónotaður varamaður.

Rúnar Már Sigurjónsson var þá í byrjunarliði FC Voluntari sem tók á móti toppliði CFR Cluj í rúmensku deildinni.

Voluntari átti flottan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir 0-1 tap gegn toppliðinu. Voluntari er um miðja deild með 26 stig eftir 23 umferðir.

Kaupmannahöfn 0 - 0 Árósar

Voluntari 0 - 1 CFR Cluj

Þá var Sverrir Ingi Ingason ónotaður varamaður í 3-2 sigri PAOK í gríska boltanum á meðan Hörður Björgvin Magnússon var fjarverandi vegna meiðsla í 1-0 tapleik Panathinaikos.

Þessi úrslit koma sér gífurlega vel fyrir PAOK sem nær með þessu að saxa á forystu Panathinaikos í toppbaráttunni. 

Panathinaikos er í öðru sæti, með 45 stig eftir 20 umferðir, á meðan PAOK situr í þriðja, ásamt Olympiakos, með 42 stig. AEK frá Aþenu trónir á toppinum með 47 stig.

PAOK 3 - 2 Levadiakos

Asteras Tripolis 1 - 0 Panathinaikos


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner