mán 30. mars 2020 11:56
Magnús Már Einarsson
Stjórn KSÍ ítrekar fyrri tilmæli um að starf liggi niðri
Mynd: KSÍ
Á stjórnarfund KSÍ síðastliðinn fimmtudag var rætt um sameiginlega tilkynningu ÍSÍ og UMFÍ frá 20. mars um að allt íþróttastarf falli tímabundið niður

KSÍ birti tilkynninguna á vef sínum sama dag og bætti jafnframt við að „KSÍ mælist til þess að knattspyrnuhreyfingin fari að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður,"

Stjórn KSÍ ítrekaði þessi tilmæli á fundi sínum 26. mars en þetta kemur fram á vef sambandsins í dag.

Umræða fór af stað í gær um að tilkynningar hefðu borist um að fjögur félög væru með skipulagðar æfingar.

Það reyndist ekki rétt en Víðir Reynisson almannavarnardeild ríkislögreglustjóra baðst afsökunar á þessu á Twitter í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner