Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 30. mars 2021 15:30
Victor Pálsson
Bayern vill ekki halda Costa
Douglas Costa, leikmaður Bayern Munchen, verður ekki áfram hjá félaginu á næstu leiktíð samkvæmt fregnum dagsins.

Costa er í láni hjá Bayern frá Juventus en hann var einnig á mála hjá þýska liðinu frá 2015 til ársins 2018.

Costa hefur ekki náð að festa sig í sessi undir Hansi Flick og hefur aðeins leikið 11 deildarleiki á tímabilinu.

Bayern hefur tekið ákvörðun um að senda Brasilíumanninn til baka í sumar en hann virðist heldur ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Juventus.

Samningur leikmannsins rennur út á næsta ári og gæti Juventus reynt að selja í sumar frekar en að lána.
Athugasemdir
banner
banner