Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. mars 2021 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Raiola um Ferguson: Hann hafði enga trú á Pogba
Mino Raiola
Mino Raiola
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er mikið í umræðunni
Paul Pogba er mikið í umræðunni
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, einn umdeildasti umboðsmaður heims, er í mjög svo áhugaverðu viðtali við The Athletic í dag en hann skýtur þar föstum skotum á Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United, er hann ræddi um Paul Pogba.

Ítalski umbinn er með margar stórstjörnur á sínum snærum en þar má helst nefna þá Paul Pogba, Erling Braut Haaland, Zlatan Ibrahimovic og Marco Verratti. Listinn er langur og hefur hann skapað sér stórt nafn í fótboltaveröldinni.

Hann er þó erfiður að eiga við og hefur Manchester United fengið að kynnast því. Hann fór með Pogba til Juventus árið 2012 en leikmaðurinn yfirgaf félagið á frjálsri sölu þar sem Sir Alex Ferguson virtist ekki hafa mikla trú á honum.

Ferguson yfirgaf United árið 2013 og þremur árum síðar mætti Raiola aftur með Pogba til félagsins. Framtíð Pogba hefur verið í sviðsljósinu síðustu tvö árin en hann hefur verið orðaður við stærstu félög heims og meðal annars endurkomu til Juventus en Raiola fór yfir málin með blaðamanni Athletic.

„Ég hefði ekki getað fengið betra hrós en þegar Ferguson gagnrýndi mig. Hann er vanur því að fólk sé að láta allt eftir honum," sagði Raiola.

„Eina sem ég hef að segja er þegar Ferguson yfirgaf Man Utd og Pogba mætti aftur til félagsins þá viðurkenndi eigandinn að ég hafði rétt fyrir mér. Ég vildi ekki fara með Pogba frá félaginu en Ferguson hafði enga trú á honum."

„Þegar Ferguson segir: „Mér líkar ekki vel við hann", þá er það stærsta hrós sem ég gat fengið. Mér er alveg sama og er alveg sama hvað Ferguson segir."


Raiola hefur mikið rætt stöðu Pogba undanfarið á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum en honum virðist alveg sama um hvernig hann hefur höndlað hlutina.

„Mér er drullusama þó ég vinni aftur með félaginu aftur. Ég er ekki að vinna fyrir þetta Man Utd. Ég er sjálfstæður og mitt starf er að hugsa um leikmennina. Á meðan leikmennirnir kunna vel við okkur þá geri ég það sem ég þarf að gera," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner