Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   fim 30. mars 2023 22:54
Ívan Guðjón Baldursson
Renard ráðinn til Frakklands (Staðfest) - Tvö HM á innan við ári
Mynd: Getty Images

Herve Renard hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Frakklands eftir að harðstýran Corinne Diacre var rekin úr starfi á dögunum.


Renard er að stíga sín fyrstu skref sem þjálfari kvennaliðs en hann býr yfir mikilli reynslu úr fótboltaheiminum og þá sérstaklega þegar kemur að landsliðum.

Hinn 54 ára gamli Renard sagði upp starfi sínu við stjórnvölinn hjá karlalandsliði Sádí-Arabíu til að taka við kvennalandsliði Frakka, en þar áður hafði hann þjálfað Marokkó, Fílabeinsströndina, Sambíu og franska félagið Lille meðal annars.

Renard er ráðinn aðeins fjórum mánuðum fyrir lokamót HM og verður því að öllum líkindum fyrsti þjálfarinn til að hafa þjálfað á bæði HM karla og kvenna. Hann fer því á tvö heimsmeistaramót á tæplega einu ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner