Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   fim 30. mars 2023 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Vanda um brottrekstur Arnars: Trúin ekki lengur til staðar
Icelandair
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt fyrr í dag að Arnar Þór Viðarsson hefði verið rekinn úr stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Tímapunkturinn kemur kannski á óvart þar sem undankeppnin fyrir Evrópumótið er nýhafin.

Vanda segir í samtali við Fótbolta.net að stjórn KSÍ hafi fundað um málið og þar hafi niðurstaðan verið sú að Arnar Þór væri ekki rétti maðurinn í að leiða liðið áfram.

„Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi í dag eftir að við vorum að ræða landsliðsmálin í gær. Það kemur í ljós að trúin á að við séum með rétta manninn sé ekki lengur til staðar," segir Vanda.

„Þá er í rauninni ekkert annað í stöðunni en að taka þessa ákvörðun, eins erfið og hún er. Það er alltaf erfitt að taka svona ákvarðanir en það er okkar einlæg trú að til þess að eiga möguleika á að fara á stórmót - sem skiptir miklu máli fyrir íslenskan fótbolta - að þá sé þetta partur af því."

Hver var síðasti naglinn í kistuna?

„Þetta er svona þróun, en eins ánægð og við vorum með leikinn á móti Liechtenstein þá vorum við jafn óánægð með Bosníu. Mér finnst þetta meira snúast um tilfinnguna sem við erum með, að Arnar sé ekki rétti maðurinn. Við vitum um allt sem hann hefur gengið í gegnum, en þetta var niðurstaðan."

Hún segir að það hafi verið erfitt að láta Arnar vita af þessu. „Já, ég er hreinskilin með það. Þetta er eitthvað sem ég hafði ekki gert áður."

Hún segir að það hafi ekki verið rætt við leikmenn um ákvörðunina. „Þetta er ákvörðun sem stjórn tekur. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Það er trú okkar að þetta sé rétt ákvörðun, eins erfið og hún er. Við ræddum ekki við neina leikmenn. Þetta er hlutverk stjórnar, samkvæmt lögum KSÍ."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Vanda meira um ákvörðunina sem var tekin.
Athugasemdir
banner