Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. apríl 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lauren James spilaði með strákum í Arsenal: Hann datt í jörðina
Lauren James.
Lauren James.
Mynd: Getty Images
Lauren kom til Manchester United frá Arsenal árið 2018.
Lauren kom til Manchester United frá Arsenal árið 2018.
Mynd: Getty Images
Reece James, bróðir Lauren, leikur með Chelsea.
Reece James, bróðir Lauren, leikur með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Manchester United var í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirunnar. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United var í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirunnar. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðillinn The Athletic opinberaði fyrr í þessari viku verðlaun sín fyrir þetta fótboltatímabil á Englandi. Lauren James, leikmaður Manchester United, var valin efnilegust.

„Lauren James er ein mest spennandi fótboltakona þjóðarinnar og hún mun klárlega spila fyrir enska landsliðið í náinni framtíð. Hin 18 ára gamla James skoraði fyrsta mark Manchester United í úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Liverpool síðasta september, nokkrum mánuðum eftir að hún skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið. Casey Stoney, þjálfari United, er mjög hrifin af henni og það verður spennandi að fylgjast með James núna og í framtíðnni," sagði í umsögn um hana.

The Athletic ræddi við hana og birti viðtalið á vefsíðu sinni í gær. „Það var stórkostlegt. Markið kom mjög seint í leiknum. Ég hugsaði með mér, 'mun það koma, mun það koma?', svo kom boltinn til mín, ég skoraði og tilfinningin var frábær. Við hoppuðum allar upp í loft."

Þarrna er James að ræða um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni og fyrsta mark Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem kom gegn Liverpool. United er á sínu fyrsta tímabili í deildinni, en kvennalið félagsins er tiltölulega nýstofnað.

James varð 18 ára daginn eftir leikinn gegn Liverpool.

Bróðir Lauren er Reece James, leikmaður Chelsea. Hún hefur alist upp í mikilli samkeppni við bræður sína. Í akademíu Arsenal, þar sem hún var áður en hún fór til Manchester United árið 2018, spilaði hún gegn strákum. „Hraðinn er meiri," segir hún aðspurð að því að spila á móti strákum og stelpum. „Þú verður að vera fljótari að hugsa, hreyfa þig hraðar. Þú verður að gera það."

Á Englandi mega stelpur ekki æfa með aðalliðum fyrr en þær eru orðnar 16 ára gamlar. Því ákvað Arsenal að láta James æfa með strákum. „Þeir voru sjokkeraðir: 'Stelpa að æfa með okkur?' Það tók tvær eða þrjár æfingar fyrir þá til þess að byrja að virða mig."

Hún nefnir eitt augnablik sérstaklega sem breytti hugsun strákana. „Ég fór illa með bakvörðinn og hann datt í jörðina. Allir krakkarnir í U11 liðinu voru að horfa því æfingin hjá þeim kláraðist. Hann féll í jörðina og það var bara þannig. Ég held það sé enn grínast í honum fyrir þetta. Þetta gaf mér sjálfstraust til að gera það sem ég get við boltann."

James er eins og áður kemur fram aðeins 18 ára og leikur hún sem framherji. Síðastliðin tvö tímabil hefur hún skorað 26 mörk í 45 keppnisleikjum með Manchester United.

„Þegar við vorum að alast upp þá vildi hvorugur bróðir minn leyfa mér að vinna; það gerði mig sterkari líkamlega og andlega. Við æfðum öll með pabba. Hann er mjög góður þjálfari. Ef honum finnst eitthvað ekki nægilega gott, þá lætur hann þig vita af því. Það er gott því þú vilt ekki að einhver segi þér að eitthvað sé gott þegar það er í rauninni ekki þannig."

Faðir hennar, Nigel, reynir að mæta á alla leiki, en á síðasta tímabili lenti hann í klemmu þegar Lauren var að spila með United og Reece með Wigan á sama degi. Sem betur fer var einn og hálfur tími á milli leikja og stutt á milli valla. „Hann náði báðum leikjum. Ég held að hann hafi mætt hjá bróður mínum rétt fyrir hálfleik."

„Núna þegar við erum eldri þá vitum við hvenær við eigum slaka leiki og hvenær við þurfum að gera betur. En þegar honum finnst hann þurfa að stíga inn í og segja okkur til þá gerir hann það."

Það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með Lauren á næstunni og í framtíðinni, en grein The Athletic má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner