Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 30. apríl 2021 10:50
Elvar Geir Magnússon
Hákon Rafn fer til Elfsborg í sumar (Staðfest)
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson gengur í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Elfsborg í sumar.

„Knattspyrnudeild Gróttu hefur náð samkomulagi við IF Elfsborg um að Hákon Rafn Valdimarsson markvörður gangi til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið í félagaskiptaglugganum í sumar, að uppfylltum nánari skilmálum samningsins;" segir í tilkynningu Gróttu.

Hákon er 19 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið aðal­markvörður Gróttu und­an­far­in þrjú tímabil. Hákon spilaði sinn fyrsta leik fyrir Gróttu árið 2017 en hann á að baki 61 leik fyrir félagið og hefur leikið í þremur efstu deildum með liðinu.

Auk þess hefur Hákon leikið með U-19 ára landsliðinu sem og U-18 ára og var einnig í lokahópi U21-árs landsliðsins sem tók þátt á EM í mars síðastliðnum.

„Knattspyrnudeild Gróttu óskar Hákoni innilega til hamingju með samninginn og hlakkar til að fylgjast með ævintýrum hans í Svíþjóð á komandi misserum," segir í tilkynningunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner