Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 30. apríl 2021 23:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Myndi búast við honum í annarri eða þriðju umferð"
Lengjudeildin
Alvaro og Orri Sigurjóns
Alvaro og Orri Sigurjóns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Marinó
Sigurður Marinó
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Okkar markvörður Auðunn [Ingi Valtýsson] er klár í fyrsta leik en við erum enn að vinna í því að fá inn annan markmann, hvort sem það verði markvörður númer eitt eða tvö. Þau mál eru bara í vinnslu."

Undirritaður sló á þráðinn til Orra Freys Hjaltalín, þjálfara Þórs, í kvöld og forvitnaðist aðeins um meiðsli lykilmanna sem og markvarðarmálin.

Sjá einnig:
Hver verður í markinu hjá Þórsurum?

Þeir Sigurður Marinó Kristjánsson og Orri Sigurjónsson voru ekki með í dag.

„Siggi Marinó var í speglun í síðustu viku sem gekk vel. Það eru kannski þrjár vikur í hann. Orri er að detta í það að verða ready, myndi búast við honum í annarri eða þriðju umferð."

En hvað með Alvaro Montejo?

„Hann verður líklega klár í annarri umferð. Hann er að koma um helgina frá Spáni."

Horfiru í einhvern frekari liðsstyrk fyrir mót?

„Ég er sáttur með þann hóp sem ég hef í dag. Það er bullandi pláss fyrir yngri leikmenn að stíga upp," sagði Orri að lokum.

Hér að neðan má sjá viðtal við Orra Freyr eftir sigur á Magna í bikarnum í kvöld.
Orri Hjaltalín: Auðunn væntanlega klár í næsta leik
Athugasemdir
banner