Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milos meistari með Rauðu Stjörnunni
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sinn þriðja meistaratitil í röð og sinn 31. meistaratitil frá upphafi í Serbíu með 5-0 útisigri á Rad Beograd á útivelli í gær.

Serbneska úrvalsdeildin er hafin aftur eftir að hafa verið hléi frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Engir áhorfendur voru leiknum í gær og því voru fagnaðarlætin í rólegri kantinum.

Rauða Stjarnan er á toppi serbnesku úrvalsdeildarinnar með 72 stig úr 27 leikjum, en Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, er í þjálfarateymi Rauðu Stjörnunnar. Dejan Stankovic, fyrrum leikmaður Inter á Ítalíu, er aðalþjálfari þessa sigursæla liðs.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner