Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Victor Valdes tekinn við UA Horta (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænski landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Victor Valdes er tekinn við stjórnartaumunum hjá katalónska félaginu UA Horta, sem leikur í D-deild spænska boltans.

Valdes, sem er 38 ára og spilaði síðast fyrir Middlesbrough 2017, er búinn að skrifa undir eins árs samning við félagið.

Þetta verður hans fyrsta reynsla sem aðalþjálfari hjá meistaraflokki, en hann stýrði U19 liði Barcelona í nokkra mánuði áður en hann var rekinn eftir ágreining við Patrick Kluivert, yfirmann La Masia akademíunnar.

Valdes spilaði 535 leiki fyrir Barcelona en aðeins 20 fyrir A-landslið Spánar þar sem hann var varaskeifa fyrir Iker Casillas.

Valdes gekk í raðir Manchester United 2014 en tókst ekki að sigra David De Gea í baráttunni um byrjunarliðssæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner