De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
banner
   þri 30. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Krista Eik sá um Smára - Einherji vann Álftanes
watermark Krista Eik Harðardóttir gerði tvö fyrir Völsung
Krista Eik Harðardóttir gerði tvö fyrir Völsung
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Einherji vann þriðja leik sinn í 2. deild kvenna er liðið lagði Álftanes að velli, 2-0, í gær.

Borghildur Arnarsdóttir skoraði á 59. mínútu fyrir Einherja áður en Claudia Merino, leikmaður liðsins, var rekin af velli.

Einherji gulltryggði sigurinn með marki frá Violetu Mitul á 75. mínútu og þar við sat. Einherji er með 9 stig í 4. sæti en Álftanes í 5. sæti með 8 stig.

Krista Eik Harðardóttir skoraði þá bæði mörk Völsungs í 2-1 sigri á Smára. Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir kom Smára yfir á 8. mínútu en Krista jafnaði þrettán mínútum síðar áður en hún gerði sigurmarkið undir lok leiksins. Völsungur er með 6 stig í 7. sæti en Smári í 9. sæti með 1 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Álftanes 0 - 2 Einherji
0-1 Borghildur Arnarsdóttir ('59 )
0-2 Violeta Mitul ('75 )
Rautt spjald: Claudia Maria Daga Merino, Einherji ('65)

Smári 1 - 2 Völsungur
1-0 Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir ('8 )
1-1 Krista Eik Harðardóttir ('21 )
1-2 Krista Eik Harðardóttir ('84 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 20 14 3 3 61 - 28 +33 45
2.    ÍA 20 13 2 5 68 - 28 +40 41
3.    Haukar 20 12 4 4 65 - 18 +47 40
4.    Fjölnir 20 11 3 6 77 - 34 +43 36
5.    Einherji 19 12 0 7 50 - 23 +27 36
6.    ÍH 20 11 2 7 49 - 38 +11 35
7.    Völsungur 20 11 1 8 38 - 33 +5 34
8.    Álftanes 19 8 5 6 53 - 33 +20 29
9.    KH 20 2 2 16 35 - 74 -39 8
10.    Sindri 20 2 1 17 16 - 113 -97 7
11.    Smári 20 1 1 18 13 - 103 -90 4
Athugasemdir
banner
banner
banner