Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   þri 30. maí 2023 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Richarlison: Byrja upp á nýtt á næsta tímabili
Mynd: EPA

Richarlison framherji Tottenham átti ekki gott tímabil með Lundúnarliðinu. Þessi 26 ára gamli Brasilíumaður gekk til liðs við félagið síðasta sumar frá Everton fyrir 60 milljónir punda.


Hann kom við sögu í 35 leikjum á tímabilinu og skoraði aðeins þrjú mörk. Hann skrifaði pistil á Instagram en þar segist hann staðráðinn í að gera mun betur á næstu leiktíð.

„Það er auðvelt að segja að þetta hafi ekki verið mitt drauma tímabil. Ég kom til félags sem bjóst við miklu af mér og ætlaði að berjast um Meistaradeildina. Ég enda tímabilið án þess að gera það sem ég veit ég get og ná ekki markmiðum Tottenham," skrifaði Richarlison á Instagram.

„Hver sem fylgdist með mér sá að meiðsli voru tíð, eitthvað sem hefur aldrei komið fyrir mig áður, ég gat aldrei náð mér á strik. Það pirraði mig mikið og ruglaði mig mikið."

Hann er staðráðinn í að koma sterkari til baka á næstu leiktíð.

„Jafnvel þó ég gaf allt í þetta á vellinum þá veit ég að það var ekki nóg. Nú er tími til að hvíla sig, koma hausnum í lag og sjá vel um sjálfan mig og byrja upp á nýtt á næsta tímabili."


Athugasemdir
banner
banner