Willum Þór Willumsson verður mögulega ekki með íslenska landsliðinu í komandi vináttuleikjum gegn Englandi og Hollandi. Miðjumaðurinn missti af síðustu þremur leikjum hollenska liðsins Go Ahead Eagles á tímabilinu og er ekki alveg orðinn heill heilsu.
Fótbolti.net ræddi við Willum í gær.
Fótbolti.net ræddi við Willum í gær.
„Staðan á mér er nokkuð góð, ég er allur að koma til, byrjaður að geta gert mest allt út á velli," sagði Willum.
Ertu brattur að geta spilað með landsliðinu?
„Ég veit það ekki alveg, það er svona 50-50 kannski."
Eru einhverjar líkur á því að þú farir ekki með út til Englands?
„Það eru alveg líkur á því að ég verði ekki með í verkefninu. Það er bara spurning hvort ég treysti mér í að spila, myndi bara segja að þetta sé 50-50 þessa stundina," sagði Willum sem hefur verið að glíma við meiðsli í nára.
Willum er 25 ára og á að baki níu leiki með landsliðinu. Hópurinn fyrir komandi leiki kemur saman á mánudag.
Athugasemdir