
8-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram 10. og 11. ágúst en í hádeginu var dregið í 8-liða úrslitin.
Fari hinsvegar svo að eitthvað af þeim liðum sem eru í Evrópukeppni komist í 3. umferð hennar þá mun leikur þeirra í Mjólkurbikarnum færast á sunnudaginn 31. júlí.
Það er sunnudagurinn um verslunarmannahelgi.
Víkingur og KR munu mætast í 8-liða úrslitum en bæði lið eru að taka þátt í Evrópukeppnum og einnig Breiðablik sem mun mæta HK í 8-liða úrslitum.
Víkingur er á leið í tveggja leikja einvígi við Svíþjóðarmeistara Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Ef Íslands- og bikarmeistararnir koma á óvart og vinna Malmö mun liðið mæta Ballkani frá Kosóvó eða Zalgiris frá Litháen í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Ef Víkingur tapar gegn Malmö þá fer liðið inn í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar og leikur gegn The New Saints frá Wales eða Linfield frá Norður-Írlandi.
KR-ingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum gegn pólska liðinu Pogon Szczecin í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Sigurliðið í einvíginu mun mæta danska liðinu Bröndby í 2. umferðinni.
Blikar munu leika gegn Santa Coloma frá Andorra í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Kópavogsliðið er talsvert sigurstranglegra í því einvígi og með sigri myndi það þá mæta Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi eða Llapi frá Kosóvó í 2. umferðinni.
Athugasemdir