Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júlí 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir mótherja með kynþáttaníð í garð Origi er hann var 12 ára
Origi fagnar marki sem hann skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.
Origi fagnar marki sem hann skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.
Mynd: Getty Images
Divock Origi, sóknarmaður Liverpool, hefur opnað sig varðandi hræðilegan atburð sem henti hann snemma á lífsleiðinni.

Í samtali við Bleacher Report sagði Origi frá því þegar faðir mótherja var með kynþáttafordóma í garð hans. Origi var aðeins 12 ára gamall þegar það gerðist.

Origi spilaði fyrir Genk og fór til Waregem í það sem vanalega var erfiður leikur. Genk var fjórum mörkum yfir þegar faðir drengs í liði Waregem byrjaði að öskra á hliðarlínunni.

„Hann öskraði á mig. Hann var með kynþáttafordóma í minn garð, hann kallaði mig alls konar nöfnum," segir Origi.

„Ég horfði á hann og eftir því sem ég horfði meira á hann, því agressívari varð hann. Ég reyndi að halda áfram að spila leikinn, en ég gat það ekki. Ég brotnaði niður."

Origi talaði við föður sinn um atburðinn þegar hann kom aftur heim. „Ég man að ég spurði: 'Af hverju, af hverju gerði hann þetta?' Það eina sem faðir minn gat gert var að hughreysta mig og ég man að hann óskaði sér þess að hann hefði getað verið þarna til að vernda mig."

Origi var spurður hvort að hann hefði einhver skilaboð fyrir 12 ára gamla Divock Origi.

„Það væri að halda áfram að láta ljós þitt skína. Fólk mun reyna að slökkva á ljósinu, svo vertu hugrakkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner