Trent Alexander-Arnold hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2025.
Þetta staðfesti enska félagið í kvöld en Alexander-Arnold er uppalinn hjá félaginu og hefur spilað 179 leiki á sínum ferli.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur bakvörðurinn unnið Meistaradeildina og deildina með Liverpool en hann er 21 árs gamall.
Einnig á leikmaðurinn að baki 13 landsleiki fyrir England en tók ekki þátt á EM í sumar vegna meiðsla.
„Það er heiður að fá þetta tækifæri og fá traustið í framlengingunni, þetta var auðvelt val fyrir mig," sagði Alexander-Arnold eftir framlenginguna.
Signed and sealed. Red born and bred 2025 🤝🔴 pic.twitter.com/7d8fLMv8Hc
— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) July 30, 2021
Athugasemdir