Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 30. júlí 2022 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ánægður að fá Gibbs til baka - „Hörku samkeppni"
Mynd: Haukur Gunnarsson

Joey Gibbs lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í dag eftir tæplega mánaðarlangt frí. Hann hefur misst af síðustu þremur leikjum liðsins.


Hann skrapp til Ástralíu þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn og eðlilega vildi eyða tíma með nýfædda barninu og konu sinni.

Gibbs skoraði 10 mörk á síðustu leiktíð en hann hefur aðeins náð að skora eitt mark í 10 leikjum þetta sumarið. Hann kom inná sem varamaður í 2-2 jafntefli Keflavíkur gegn ÍBV í dag.

„Já engin spurning, það komu mikil gæði af bekknum í dag. Sindri Snær stóð sig mjög vel, frábært að það séu menn sem geta komið inn og hjálpa okkur að gera ennþá betur," sagði Siggi Raggi þjálfari Keflavíkur aðspurður hvort það væri ekki gott að fá hann til baka.

„Það er hörku samkeppni í hópnum. Mér fannst hópurinn í dag sterkasti hópur sem við höfum náð að tefla fram í sumar. Vonandi heldur það áfram, liðið er búið að ná góðum dampi. Það er bara næsti leikur hala inn fleiri stig, vera í topp sex, það er planið ennþá," sagði Siggi Raggi.

Hann var ánægður með eitt stig á erfiðum útivelli.


Siggi Raggi: Fannst við eiga leikinn
Athugasemdir
banner
banner