Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2022 13:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið ÍBV og Keflavíkur: Aðeins ein breyting vegna leikbanns
Rúnar fær tækifæri í dag. Hann er að spila sinn þriðja leik í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa verið hjá Reyni Sandgerði og Njarðvík síðustu ár.
Rúnar fær tækifæri í dag. Hann er að spila sinn þriðja leik í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa verið hjá Reyni Sandgerði og Njarðvík síðustu ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn rúlluðu yfir Leikni í Breiðholti.
Eyjamenn rúlluðu yfir Leikni í Breiðholti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV tekur á móti Keflavík í Þjóðhátíðarleiknum þetta árið og hafa byrjunarliðin verið staðfest.


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Keflavík

Eyjamenn unnu síðasta heimaleik gegn Val, 3-2, og gerðu fyrir það markalaust jafntefli við Breiðablik. Þeir hafa verið á siglingu undanfarnar vikur og rúlluðu yfir Leikni R. í síðustu umferð.

Hermann Hreiðarsson ætlar ekki að breyta neinu og teflir fram sama liði og rúllaði yfir Leikni.

Gestirnir úr Keflavík hafa tapað síðustu tveimur leikjum í röð, báðum á heimavelli, en þar áður unnu þeir Val sannfærandi á útivelli. Keflvíkingar hafa unnið tvo útileiki í röð og verður ekki auðvelt að taka þriðja sigurinn gegn fallbaráttuliði ÍBV.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson er neyddur til að gera eina breytingu á sínu liði sem tapaði heimaleik gegn KA eftir hetjulega baráttu. Það tap reyndist afar svekkjandi þar sem Keflvíkingar komust yfir snemma leiks og töpuðu leiknum í uppbótartíma eftir að hafa leikið manni færri nánast allan tímann.

Sindri Kristinn Ólafsson fékk rautt spjald á tólftu mínútu leiksins gegn KA og er því ekki í hóp í dag. Rúnar Gissurarson tekur stöðu hans á milli stanganna.

Þá er Joey Gibbs kominn aftur í hópinn eftir mánaðarlangt frí.


Byrjunarlið ÍBV:
0. Guðjón Orri Sigurjónsson
0. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
14. Arnar Breki Gunnarsson
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
42. Elvis Bwomono

Byrjunarlið Keflavík:
12. Rúnar Gissurarson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner