Hermann Hreiðarsson var svekktur yfir úrslitum sinna manna gegn Víkingi fyrr í dag en Eyjamenn töpuðu 6-0 í Víkinni. Hermann var þó stoltur af baráttu og vilja síns liðs og hrósaði þeim í hástert þrátt fyrir vond úrslit.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 - 0 ÍBV
„Það er ógeðslega fúlt, ég er aðallega fúll með byrjunina, menn ekki alveg búnir að kveikja á sér. Þetta er gæða lið og það breytist aldrei að ef þú dekkar ekki inní teig þá ertu í veseni.''
„En eftir það þá verð ég að segja djöfull er ég stoltur af liðinu, við vorum frábærir. Þvílíkt spirit og karakter, við unnum hverja einustu tæklingu og við vorum bara sterkari en þeir, það er bara staðreynd. Það hengdi enginn haus hérna og við tökum þetta spirit með okkur í restina af mótinu.''
„Ég er svo gíraður yfir þessu liði, menn bretta bara upp ermarnar hærra og hærra sama hvað á bjátar.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Hermann betur um leikinn, framhaldið, Þjóðhátíðina og félagaskiptagluggann.