Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 30. júlí 2024 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkisvellinum
Gunnar Magnús: Þetta var eiginlega með ólíkindum
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningarnar eru vægast sagt mjög slæmar, gríðarlega svekktur," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld.

Hann var afar svekktur með frammistöðuna hjá sinni liði í leiknum. Þær mættu í raun ekki til leiks og var Stjarnan með yfirburði til að byrja með.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

„Það er mikið svekkelsi með frammistöðuna. Við áttum mjög góða frammistöðu í síðustu leikjum og það er mjög fúlt að ná ekki að fylgja því eftir með alvöru frammistöðu. Við vorum ekki þátttakendur í fyrri hálfleik. Það var aðeins meira lífsmark í seinni hálfleik en samt engan veginn nógu gott."

Hvað gerðist í byrjun fyrri hálfleiks?

„Það er góð spurning maður. Þetta var eiginlega með ólíkindum. Bara slakasti hálfleikur sem Fylkisliðið hefur spilað undir minni stjórn. Við tökum ekkert af Stjörnunni en við vorum bara ekki með."

„Það var ekki að sjá það að við værum lið sem væri að berjast fyrir sæti okkar í deildinni. Það kom aðeins meira blóð á tennurnar í seinni hálfleik. Það var meiri dugnaður og vilji en það vantaði upp á ákvarðanartökur og sendingarnar voru slæmar. Því fór sem fór."

„Ég hef áhyggjur af því hvað frammistaðan var léleg en það þýðir ekkert að grafa sig niður og fara að grenja. Það eru sex leikir eftir og við erum þremur stigum frá öruggu sæti. Við förum inn í verslunarmannahelgina og hlöðum batteríin. Við verðum að koma fullar af orku inn í næstu leiki," sagði Gunnar Magnús.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner