Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   þri 30. júlí 2024 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkisvellinum
Gunnar Magnús: Þetta var eiginlega með ólíkindum
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningarnar eru vægast sagt mjög slæmar, gríðarlega svekktur," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld.

Hann var afar svekktur með frammistöðuna hjá sinni liði í leiknum. Þær mættu í raun ekki til leiks og var Stjarnan með yfirburði til að byrja með.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

„Það er mikið svekkelsi með frammistöðuna. Við áttum mjög góða frammistöðu í síðustu leikjum og það er mjög fúlt að ná ekki að fylgja því eftir með alvöru frammistöðu. Við vorum ekki þátttakendur í fyrri hálfleik. Það var aðeins meira lífsmark í seinni hálfleik en samt engan veginn nógu gott."

Hvað gerðist í byrjun fyrri hálfleiks?

„Það er góð spurning maður. Þetta var eiginlega með ólíkindum. Bara slakasti hálfleikur sem Fylkisliðið hefur spilað undir minni stjórn. Við tökum ekkert af Stjörnunni en við vorum bara ekki með."

„Það var ekki að sjá það að við værum lið sem væri að berjast fyrir sæti okkar í deildinni. Það kom aðeins meira blóð á tennurnar í seinni hálfleik. Það var meiri dugnaður og vilji en það vantaði upp á ákvarðanartökur og sendingarnar voru slæmar. Því fór sem fór."

„Ég hef áhyggjur af því hvað frammistaðan var léleg en það þýðir ekkert að grafa sig niður og fara að grenja. Það eru sex leikir eftir og við erum þremur stigum frá öruggu sæti. Við förum inn í verslunarmannahelgina og hlöðum batteríin. Við verðum að koma fullar af orku inn í næstu leiki," sagði Gunnar Magnús.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner