Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Væri til í að vera hjá Man Utd að eilífu
Mynd: EPA
Amad Diallo, leikmaður Manchester United, væri alveg til í að klára ferilinn hjá enska félaginu en þetta sagði hann við blaðamenn í Bandaríkjunum í dag.

Fílabeinsstrendingurinn hefur ekki enn náð að vinna sér sinn stórt hlutverk í liði United en hann kom frá Atalanta árið 2021.

Hann var lánaður tvö tímabil til Rangers og Sunderland, en hann var einn af bestu mönnum B-deildarinnar með Sunderland tímabilið 2022-2023 og fékk því gott tækifæri með United á undirbúningstímabilinu á síðasta ári.

Þar meiddist hann illa og var frá alveg fram í desember en átti eftirminnilega frammistöðu gegn Newcastle United í deildinni og gegn Liverpool í enska bikarnum.

Hann vonast til þess að geta unnið sér inn stærra hlutverk í liðinu á komandi tímabili.

„Ég er ótrúlega ánægður hér. Allir eru ánægðir með mig því ég brosi til allra og gef góða orku. Ég væri mjög ánægður með að vera hér til eilífðar.“

„Það var ekki auðvelt fyrir mig að meiðast á síðasta undirbúningstímabili. Ég var frá í langan tíma en það mikilvægasta var að koma til baka sterkari, hjálpa liðinu og allt í allt var ég mjög ánægður með mitt framlag. Ég gleymdi því sem hafði gerst í fortíðinni og hugsa bara um núið.“

„Ég er ótrúlega áhugasamur og spenntur fyrir byrjun tímabilsins. Ég hef trú á stjóranum. Ég veit að ég spilaði ekki mikið á síðasta tímabili, en ég held að þetta verði gott tímabil fyrir alla þannig ég er spenntur að byrja,“
sagði Diallo.
Athugasemdir
banner
banner